top of page

Ipadar í skólastarfi

 

Grunnskóli Önundarfjarðar byrjaði að prófa sig áfram með Ipad í kennslu 2013. Verkefnið hefur gengið vonum framar og veturinn 2014-14 fengu nemendur í 7. bekk hver sinn Ipad. Einnig á skólinn sex aðra ipada sem nýtast hinum nemendum skólans. Ipadarnir eru einkum notaðir í myndvinnslu, þ.e. nemendur taka upp myndbönd, taka ljósmyndir og vinna svo með það í Ipadinum. Síðan eru myndböndin sett inn á youtube rás skólans og þá er t.d. hægt að búa til QR kóða og hengja þá upp á vegg og þá lifna myndböndin við á veggnum. Við höfum notað QR kóðana t.d. á skólasýningunni en þá lánuðum við foreldrum sem ekki voru með QR lesara í símunum sínum Ipada til að lesa kóðana á veggnum og gátu þá horft á myndböndin. Einnig eru notuð margskonar forrit, t.d. Nearpod, IScrumboard, Popplet, classkick, skype, vasareikni og edmodo. Skólinn fjárfesti í Apple TV sem vinnur mjög vel með Ipadinum en hægt er að tengja Ipadinn þráðlaust við sjónvarpið og býður upp á ótal möguleika, t.d. nemendur geta haldið kynningu á verkum sínum, kennari getur með mjög stuttum fyrirvara varpað upp einhverju sem tengist námsefninu og er ekki að eyða miklum tíma í að tengja tölvu við skjávarpa sem er mikill tímasparnaður.

 

 

 

bottom of page