top of page

Grunnskóli Önundarfjarðar, Flateyri, er einn fjögurra grunnskóla í Ísafjarðarbæ. Skólinn stendur á Flateyri og er í norðvestur jaðri þorpsins. Skólahúsið er rúmir 700 fermetrar á tveimur hæðum, skólahúsið var tekið í notkun 1961. Þar örskammt frá er nýlegt íþróttahús ásamt sundlaug og nýjum sparkvelli. Upphaflega hófst skólahald á Flateyri 1903. Húsið var að Grundarstíg 14. Fyrsta skólaárið 1903-1904 voru í skólanum 25 nemendur í fjórum árgöngum og var þeim kennt í tveimur hópum. Þá bjuggu um 200 manns á Flateyri.

bottom of page